Ert þú ein af þeim sem geymir förðunarburstana þína inni á baðherbergi?
Ef svo er skaltu hugsa þig tvisvar um – alla vega ef þeir eru uppi á borðum.
Bakteríur og sýklar
Húðsjúkdómafræðingurinn Kavita Mariwalla bendir á að þeir sem geymi burstana sína óvarða inn á baðherbergi eigi á hættu að þeir fyllist af óæskilegum bakteríum sem sé síðan burstað á andlitið. Og það eitt getur ógnað heilsu þinni.
Kavita segir að í hvert sinn sem sturtað sé niður eftir klósettferð úðist mikið magn af bakteríum út í andrúmsloftið sem setjist á allt sem er óvarið. Frekar ógeðfellt!
Lausnin
En lausnin er einföld og augljós. Ekki geyma burstana óvarða inn á baðherbergi. Húðsjúkdómafræðingurinn mælir með að setja þá í lokaða poka þegar þeir eru ekki í notkun eða geyma þá ofan í skúffu.
Hún undirstrikar svo mikilvægi þess að halda burstunum sínum ávallt hreinum til að koma í veg fyrir bakteríumyndun af öllu tagi.