Það verður að viðurkennast að ansi mörg okkar borða og snarla við tölvuna og sitja uppi með að mylsna og fleira endar á lyklaborðinu.
En það er samt ekki bara það að við fáum okkur stundum bita við tölvuna heldur fellur líka ryk á lyklaborðið. Mikilvægt er að hreinsa allt slíkt upp áður en það fer lengra.
Svo einfalt
Að hreinsa lyklaborðið er alls ekki flókið og þú þarft ekki sérstaka bursta eða tuskur til þess.
Það eina sem þú þarft að eiga eru Post-It miðar – en það eru bleiku, gulu og grænu minnismiðarnir sem eru límkenndir á öðrum endanum.
Taktu miða og strjúktu honum með límkennda endanum á milli lyklanna á borðinu. Og miðinn sér um að týna upp mylsnu og ryk.
Það hafið þið það – einfalt og fljótlegt!