Íslenska hjartað slær alltaf aðeins hraðar þegar ég sé eða heyri eitthvað íslenskt í útlöndum – hvort sem það er hljómsveitin Of Monsters And Men á erlendum útvarpsstöðvum, leikarinn Ólafur Darri í amerískum stórmyndum eða þá eins og þessi flotta American Express auglýsing hér.
Þessi auglýsing er nú keyrð á fullu á amerískum sjónvarpsstöðvum og kemur alveg ferlega vel út. Þetta er auðvitað frábær landkynning.
Í auglýsingunni sést hvar ljósmyndarinn Pei Ketron ferðast um landið og fá áhorfendur að sjá hvernig Ísland lítur út í gegnum myndavélalinsu hennar.
Og Íslendingurinn frá litla Íslandi fyllist stolti að sjá landið sitt aftur og aftur á skjánum í amerísku sjónvarpi.
Jóna Ósk Pétursdóttir