Hver man ekki eftir myndinni Back to the Future með Michael J. Fox og vísindamanninum úfna?
Í dag, 21. október 2015, er einmitt dagurinn sem þeir ferðuðust til í myndinni á sínum tíma. Ekki sáu þeir sem gerðu myndina allt fyrir en þeir höfðu háar hugmyndir um hvernig tæknin myndi þróast. Eitthvað hefur þó gengið eftir en bílar eru þó ekki enn farnir að fljúga þótt vissulega séu margir þeirra orðnir ansi hljóðlátir og umhverfisvænir.
Toyota í Bandaríkjunum gerði þessa skemmtilegu kynningu á nýjasta bíl bílarisans en það er vetnisbíll sem heitir Mirai. Enda alveg hreint tilvalið að bíll framtíðarinnar sé kynntur í dag og á þennan hátt 🙂