Þetta er auðvitað hreint sælgæti.
Hér er uppskrift að Oreo-bitum sem ekki þarf að baka – og þetta getur bara ekki klikkað.
Nú verður borðað á sig gat!
Uppskrift og aðferð
Fyrir botninn
24 Oreo kexkökur
4 msk mjúkt smjör
Fyrir fyllinguna
250 gr hvítt súkkulaði niðurskorið
150 gr rjómaostur (við stofuhita)
12 Oreo kexkökur
Fyrir efsta lagið
6 Oreo kexkökur
100 gr dökkt súkkulaði
Aðferð
Setjið 24 Oreo kexkökur í matvinnsluvél og bætið smjörinu við. Hrærið þar til þetta er orðið mjúkt. Það má líka setja þetta í poka með frönskum rennilás og mylja þetta þannig með kökukefli.
Látið blönduna þá í ferkantað mót með smjörpappír. Og setjið inn í ísskáp.
Bræðið hvíta súkkulaðið og hrærið í því þar til það er orðið alveg mjúkt.
Þeytið/hrærið sýrða rjómann og blandið síðan hvíta súkkulaðinu saman við.
Saxið 12 Oreo kexkökur og blandið saman við súkkulaði- og ostablönduna.
Blandið vel saman og smyrjið því síðan ofan á botninn sem er í mótinu. Dreifið jafnt úr því yfir botninn.
Saxið síðan síðustu 6 kexkökurnar og dreifð þeim jafnt yfir kökuna.
Kælið í ísskáp í að minnsta kosti 2 tíma.
Bræðið þá dökka súkkulaðið og dreifið yfir til að gera þetta enn girnilegra og fallegra.
Skerið að lokum í bita og njótið í botn – enda ekki annað hægt með slíkt góðgæti!