Þegar ég var unglingur (fyrir mörgum, mörgum árum síðan) fannst mér mikill happafengur að fá uppáhalds sjampóið mitt þegar einhver kom frá útlöndum. Á þessum tíma var þetta besta sjampó sem hægt var að fá – eða svo fannst mér alla vega. Og það fékkst ekki á Íslandi.
Hið fullkomna sjampó
Ég hef alltaf verið frekar vandlát á sjampó því þau geta skipt öllu máli í því hvernig hárið lítur út og hvernig er að eiga við það. En þetta uppáhalds sjampó mitt frá því í gamla daga var ekkert venjulegt sjampó – þetta var nefnilega bjórsjampó. Og það gerði alveg helling fyrir hárið. Ekki einungis gaf það hárinu fallegan glans heldur veitti það líka mikla fyllingu og líf í hárið. Sem sagt alveg hið fullkomna sjampó.
Svona sjampó hef ég ekki séð í rosalega mörg ár og því varð ég voða kát þegar ég sá að það má auðveldlega búa til sitt eigið bjórsjampó. Sannað þykir að bjór hafi góð áhrif á hárið en maltið og humlarnir eru fullir af próteini sem styrkir hárið. Sem þýðir að hárið lítur út fyrir að vera heilbrigðara. Og heilbrigt hár glansar eðlilega og fallega. Það jafnast því ekkert á við gott bjórsjampó.
Í myndbandinu hér að ofan sjáum við hvernig má útbúa sitt eigið bjórsjampó .
Það sem þarf
þitt uppáhalds sjampó (ca 1 msk)
safa úr hálfri sítrónu
um hálfan bolla af bjór
… og með þessari blöndu er engin hætta á að anga eins og bjóráma.
En blönduna má síðan geyma í ísskáp í svona fimm daga.
jona@kokteill.is