Flugfélagið Emirates er eitt besta flugfélag í heimi. Í þessari nýju auglýsingu hafa þeir fengið vinkonu okkar, hana Jennifer Aniston í lið með sér.
Jennifer sem sjálf er víst afskaplega flughrædd er í auglýsingunni klædd í slopp og ætlar sér í sturtu áður en hún fer á barinn í vélinni. Sér til mikillar undrunar kemst hún að því að það er hvorki sturta né bar um borð. Sem henni finnst alveg hræðilegt.
En sem betur fer þá var þetta bara martröð því auðvitað er bæði sturta og bar um borð hjá Emirates 🙂
Greinilega algjör draumur fyrir flughrædda að fljúga með þessu félagi.