Þetta er alveg ótrúlega smart og skemmtilegt.
Brownie-skálar fylltar með ís. Afskaplega einfalt og fljótlegt að útbúa.
Frábært til að bera fram í matarboðinu eða þegar maður vill gera vel við sig.
Það sem þarf
Góða brownie uppskrift, hægt að nota t.d. Betty Crocker (til að gera málið enn einfaldara)
2 góð múffuform
bökunarsprey
ís
íssósu
ber að eigin vali (ef vill)
Aðferð
Undirbúið deigið og setjið í annað formið.
Takið seinna formið og spreyið botninn með bökunarspreyi. Leggið það síðan yfir hitt formið, ofan á deigið.
Setjið inn í ofn og bakið í 20 til 30 mínútur.
Takið út og lyftið efra forminu upp.
Lyftið kökunum upp úr hinu forminu og fyllið með ís. Dreifið súkkulaðisósu yfir og skreytið með berjum ef vill.
Dásamlega gott og einfalt.
Njótið!