Nú þegar farið er að hausta er notalegt að hugsa um sól og sumaryl – og litríkir drykkir geta heldur betur lífgað upp á stemninguna.
Hér er kominn kokteill októbermánaðar en hann minnir okkur á sand og heitar sumarnætur.
Það má láta sig dreyma!
Sweet poison
Innihald
30 cl ljóst romm
60 cl kókosromm (Malibu eða samskonar)
30 cl Blue Curacao
ananassafi
ananassneiðar til að skreyta ef vill
Aðferð
Blandið romminu og Blue Curacao saman í kokteilhristara og fyllið með klaka.
Hristið og hellið í kokteilglas.
Fyllið upp með köldum ananassafa og skreytið.
Njótið!