Þau eru búin að reyna í 17 ár að eignast barn og gengið á ýmsu. Fjórum sinnum hafa þau misst fóstur og einu sinni fætt andvana barn.
Hann er að undirbúa mat í eldhúsinu og þegar hún segir honum að það sé eitthvað líka í ofninum er hann fljótur að kveikja og viðbrögðin eru hreint út sagt yndisleg. Þá segir hún honum að hún sé komin 19 vikur á leið og þetta sé drengur. Þá missir hann sig alveg.
Hrein og tær gleði!
Hafið vasaklútinn við höndina.