Þeir sem eru vanir að búa til eggjakökur vita hversu erfitt það getur verið að búa til margar í einu.
En hér er komin lausnin á því.
Og það má undirbúa þetta allt saman áður.
Til að gera þessar eggjakökur þarf að eiga góða frystipoka með frönskum rennilás.
Fyrir hverja og eina eggjaköku þarf
2 egg
… og það sem þú vilt hafa í þinni köku, t.d. skinku, tómata, sveppi, ost, papriku, lauk, klettasalat og fleira.
Aðferð
Eggin eru sett í pokann, honum lokað og loftinu þrýst út.
Hristið og kreistið pokann þannig að eggin hrærist saman.
Opnið pokann og bætið við því sem á að fara í fyllinguna.
Lokið þá pokanum aftur, takið loftið út og blandið öllu varlega saman með því að snúa og þrýsta á pokann.
Þetta er endurtekið við alla þá poka sem gerðir eru.
Látið vatn í stóran pott og hitið að suðu.
Setjið pokana út í vatnið – en elda má allt að 8 eggjakökur í einu.
Sjóðið í 13 mínútur.
Takið þá pokana upp úr pottinum og opnið varlega.
Ef enn er of mikill vökvi í pokanum sjóðið þá aðeins lengur.