Hér er hinn vinsæli og sígildi ítalski réttur, Spagettí með kjötbollum, settur í sparibúninginn.
Þetta er skemmtilegt að bera fram og gerir einfaldan mat að flottum veislumat.
Þá má líka nota þetta sem forrétt og létt snarl.
Aðferð
Spagettí soðið samkvæmt leiðbeiningum á pakkningum (um 170 gr – en má auðvitað stækka uppskrifina).
Vatnið þá sigtað frá, spagettí sett í skál og 1 ½ msk. af ólífuolíu hellt yfir. Veltið spagettí vel upp úr olíunni.
Blandið vel saman.
Kælið pastað og setjið jafnvel í ísskápinn í 15 mínútur.
Takið þá pastað og bætið 1 bolla af rifnum parmesan-osti saman við.
Blandið vel saman.
Hitið ofninn í 190 gráður og spreyið múffuform með bökunarspreyi.
Setjið spagettí í formin og búið til hálfgert hreiður.
Setjið síðan 1 msk. af uppáhalds pastasósunni ykkar ofan á pastað.
Bætið síðan 1 kjötbollu, sem þið hafið undirbúið áður, ofan á sósuna.
Setjið síðan aðra matskeið af pastasósunni yfir kjötbolluna.
Dreifið að lokum ½ bolla af parmesan-osti yfir allt.
Þetta er síðan sett inn í ofn og bakað þar til kjötbollurnar og pastað er heitt í gegn og osturinn bráðinn (eða um 20-25 mínútur).
Takið þá út úr ofninum og leyfið aðeins að kólna áður en tekið er úr formunum.
Fjarlægið hvert hreiður varlega úr forminu og setjið á disk.
Njótið!
Þú færð allt hráefni í þessa uppskrift í