Hvað og hvernig við borðum getur haft mikil áhrif á gæði svefns okkar. En rannsóknir sýna fram á að þeir sem borða fjölbreyttustu fæðuna sofi best.
Góður nætursvefn með réttu fæðunni
Með þessu fjölbreytta mataræði eru það þó ákveðin efni í fæðunni sem gegna lykilhlutverki í því að gera svefninn góðan. Sérfræðingar segja fjögur næringarefni vera mikilvægust.
Vissar fæðutegundir innihalda þessi efni svo það er vel þess virði að skoða hvort þú getir ekki bætt þeim inn í fæðuna til að bæta nætursvefninn og vakna úthvíld/ur.
Hér er listi yfir þau fjögur næringarefni sem gera svefninn betri
Seleníum
Eitt þessara fjögurra efna er snefilefnið seleníum. En það fáum við úr fiski eins og þorski, lúðu, túnfiski og einnig skelfiski. Þá fáum við seleníum líka úr kalkúnakjöti, byggi og hnetum.
Lycopene
Andoxunarefnið Lycopene er líka talið eiga stóran þátt í góðum svefni en það fáum við úr vatnsmelónum, tómötum og grape- og papaya ávöxtum.
C-vítamín
Þá á C-vítamín einnig sinn þátt í að gera svefninn betri. En C-vítamín fáum við m.a. úr ananas, jarðarberjum, papaya ávextinum, sítrus ávöxtum, papriku, brokkolí og grænkáli.
Kolvetni
Þrátt fyrir að sumir reyni að takmarka neyslu kolvetna þá er það staðreynd að þau hafa marga góða kosti. Einn af þessum kostum er sá að þau geta bætt svefninn. Sérfræðingar segja það hjálpa að borða fæðutegundir eins og kartöflur, hrísgrjón, morgunkorn og brauð fjórum tímum áður en farið er að sofa – því sannað þykir að það hjálpi fólki að komast fyrr inn í draumalandið.