Færð þú nægan svefn?
Í amstri dagsins er svefninn gjarnan látinn sitja á hakanum og ekki gera sér allir grein fyrir því hversu mikilvægur svefninn er fyrir heilsuna, heilann og útlitið.
Vinnan, líkamsræktin og félagslífið er látið ganga fyrir og fyrir vikið verður of lítill tími fyrir svefn. Talið er t.d. að um 30 prósent bandaríkjamanna séu vansvefta.
Eldast um aldur fram
Of lítill svefn getur haft veruleg áhrif á heilsuna og heilinn þarfnast svefns til að virka almennilega. Þá hefur lítill svefn líka áhrif á útlitið og þeir sem til langs tíma sofa of lítið eldast um aldur fram. Fínur línur kringum augu aukast, dökkir baugar verða áberandi og húðin verður föl. Auk þess verður heildarútlitið allt mjög þreytulegt og í raun veiklulegt.
Í þessu myndbandi eru ungir einstaklingar farðaðir til að sýna hvernig þeir komi til með að líta út eftir 20 ár með svefnvenjum sínum í dag. Sumir telja sig einfaldlega ekki þurfa að sofa nema örfáa tíma á nóttu – sem er auðvitað mikill misskilningur.