Ef ég væri ung kona núna! Hvað myndi ég gera?
Þessar eldri konur voru beðnar um að gefa sjálfum sér góð ráð sem ungar konur.
Erum við að gera allt of mikið?
Gleymum við í öllum látunum að „bara vera“ og njóta augnabliksins?
Er lífið orðið ein allsherjar keppni?
Að vera en ekki bara gera
Í myndbandinu er lögð rík áhersla á að vera – að vera í núinu. Gleyma sér í augnablikinu, lifa í sátt við heiminn, vera betri við sjálfa sig, vera betri við aðra, að geta sleppt takinu og vera stolt af því.
Myndbandið, sem er breskt, var gert í þeim tilgangi að fá konur til að slaka á og njóta þess að vera til. Rannsóknir sýna fram á að sjö af hverjum tíu konum í Bretlandi finnst þær vera undir mikilli pressu að vera „hin fullkomna kona“. Eflaust eru tölurnar hér á landi svipaðar.
Eins og ein þeirra segir:„Ef ég væri ung kona núna myndi ég eyða meiri tíma í að VERA en ekki bara gera.“
Afar þörf skilaboð!