Það er gott að kunna fleiri aðferðir en að nota heitt krullujárn til að setja krullur í hárið – en endalaus notkun heitra tækja í hárið fer ekki vel með það.
Hér er einföld aðferð, og við elskum einmitt allt sem er einfalt.
Það sem þú þarft er hárband (eitt eða tvö), vatn, hárlakk og mótunarefni fyrir hárið (vax, krem eða eitthvað slíkt).
Þú getur gert þetta á kvöldin áður en þú ferð í rúmið og sofið með þetta í hárinu, eða þá á morgnana meðan þú tekur þig til. Og ef þú ert að flýta þér geturðu notað hárblásarann með köldum eða volgum blæstri.
Og þetta kemur ótrúlega vel út!