Sumir eru alltaf aðeins of seinir og einhverra hluta vegna sjaldnast á réttum tíma.
Vandamálið er að þessir einstaklingar telja sig þurfa minni tíma í allt en þeir raunverulega þurfa.
Sjö góð ráð
Sagt er að þeir sem eru óstundvísir séu bjartsýnir og það hamli þeim í að vera stundvísir.
Það hljómar kannski ekki svo galið en hér eru alla vega sjö góð ráð fyrir þá til að fara eftir – og hver veit nema það geti hjálpað þeim að vera stundvísari.
1. Að fylgja 40 prósent reglunni
Það þykir sannað (og útreikningar sýna) að það taki okkur yfirleitt 40% lengri tíma en við höldum að komast frá einum stað á annan.
Svo ef við höldum að 20 mínútur dugi þá þurfum við raunverulega næstum því hálftíma. Þetta þýðir auðvitað að við þurfum að leggja fyrr af stað.
2. Að geyma lyklana og annað ALLTAF á sama stað
Þetta vitum við en förum ekki alltaf eftir því. Setjum lyklana alltaf á sama stað svo ekki þurfi að leita að þeim í stresskasti.
Það sama á við um gleraugun.
3. Að gefa sér ákveðinn tíma í að taka sig til
Skynsamlegt er að ákveða klæðnaðinn áður, gefa sér svo 10 mínútur í hárið og 10 mínútur í förðun. Stilla tímann í símanum og hætta þegar hann pípir. Fljótlega ætti þetta svo að komast upp í vana.
4. Að undirbúa morgunmatinn fyrir fram
Ef morgunmaturinn er flóknari en t.d. jógúrtdós eða ristað brauð er ágætt að nota helgarnar í að undirbúa það.
5. Að gæta þess að nóg bensín sé á bílnum
Ekki keyra á síðustu dropunum heim og ákveða að taka bensín morguninn eftir á leiðinni í vinnuna eða eitthvað annað. Stoppaðu frekar á leiðinni heim, þótt þú nennir því ekki, og fylltu á bílinn.
6. Að kíkja endalaust á póstinn eða Facebook áður en farið er út úr dyrunum
Slepptu þessu, þetta verður þarna áfram þegar þú kemur á áfangastað. Það eina sem þú gerir með þessu er að búa til stress.
7. Að svara símanum þegar þú ert við það að labba út úr dyrunum
Það borgar sig ekki. Láttu bara hringja og þú getur svo hringt til baka þegar þú hefur tíma.