Það er eitthvað með mig og kartöflur. En ég er alveg afskaplega veik fyrir öllum kartöfluuppskriftum – enda er hægt að nota kartöflur á þúsund og eina vegu (að minnsta kosti).
Þessi gómsæti kartöfluréttur er tilvalinn sem snarl á virkum dögum – eða bara hvenær sem er.
Þá smellpassar hann einnig í „brunchinn“ um helgar.
Það sem þarf
2 stórar kartöflur
4 lítil egg
1 meðalstór laukur, skorinn smátt
3 hvítlauksrif, skorin smátt
100 gr. rifinn ostur
graslaukur
ólífuolía eða smjör til steikingar
salt og pipar
Aðferð
Bakið kartöflurnar í ofni við 200 gráður í 30 til 40 mínútur eða þar til þær eru orðnar mjúkar.
Saxið laukinn og rífið ostinn niður.
Skerið graslaukinn niður.
Takið kartöflurnar úr ofninum og skerið til helminga.
Steikið lauk og hvítlauk á pönnu.
Skafið síðan að mestu innan úr kartöflunum og stappið. Bætið því síðan út á pönnuna með lauknum.
Setjið að lokum ostinn út á pönnuna.
Saltið og piprið.
Blandið öllu vel saman og látið ostinn bráðna saman við kartöflurnar og laukinn.
Raðið kartöfluhýðinu á bökunarplötu og fyllið þær með því sem var á pönnunni – en úbúið smá holu fyrir eggið.
Stráið þá graslauknum yfir.
Og setjið að lokum eitt egg í hvert hýði.
Þá er þetta sett inn í 200 gráðu heitan ofn og bakað í svona 15 mínútur eða þar til eggið er steikt.
Takið þá út úr ofninum og stráið graslauk yfir ef vill.
Njótið!
jona@kokteill.is
Þú færð allt hráefni í þessa uppskrift í