Það kannast flestir við hvað glerið innan á hurðinni í ofninum verður leiðinlegt, skýjað og skítugt.
Þarfnast glerið þitt þess að það sé þrifið og viltu vera laus við að nota of sterk efni í það?
Enn og aftur er það matarsódinn
Við hér á Kokteil höfum dásamað notkunarmöguleika matarsódans og deilt með ykkur ótal aðferðum við notkun hans.
Og hér er ein stórgóð – því það má svo sannarlega nota þetta hvíta undraduft við þrif á ofninum.
Það eina sem þú þarft er matarsódi og vatn.
Og þannig gerirðu þetta
Taktu 1 bolla af matarsóda og settu í skál. Blandaðu síðan ½ bolla af vatni saman við en ekki hella öllu vatninu í einu – gættu þess að blandan verði hæfilega þykk svo hún renni ekki.
Byrjaðu á því að þrífa glerið með klút og reyndu að ná klessum og matarleifum í burtu.
Berðu blönduna á glerið með höndunum og dreifðu því vel yfir glerið. Nuddaðu með hringlaga hreyfingum.
Leyfðu þessu svo að liggja á glerinu í 15 til 30 mínútur – en við höfum reyndar líka heyrt að enn betra sé að láta þetta liggja á glerinu í nokkra klukkutíma.
Þrífðu svo blönduna að lokum af með mjúkum blautum klút.
Og endaðu á því að þurrka með þurrum klút.