Ljósmyndarinn Nigel Barker er þrælvanur að mynda fyrirsætur og stórstjörnur – og hér gefur hann okkur hinum skotheld ráð fyrir myndatökur.
Þetta eru afar einföld ráð sem allir ættu að geta nýtt sér. Enda hver vill svo sem ekki líta sem best út á myndum!
1. Lyftu höfðinu
Ímyndaðu þér að þú sért eins og strengjabrúða og það sé strengur uppi á kollinum á þér sem togar þig upp. Þetta bæði lengir hálsinn og lætur hann líta út fyrir að vera grennri.
2. Ekki láta hendur hanga með hliðum
Haltu handleggjunum aðeins út frá líkamanum eða settu aðra hönd á mjöðmina. Þetta lætur líkamann líta út fyrir að vera smærri en hann er. En það virkar vel að brjóta útlínur hans svona upp.
3. Snúðu líkamanum á hlið
Haltu höfðinu kyrru og horfðu fram en snúðu aðeins upp á líkamann. Með þessu dregurðu úr breidd líkamans og lætur hann virkar grennri.
4. Til að koma í veg fyrir undirhöku
Lyftu tungunni og láttu hana hvíla uppi í gómnum – áhrifin verða meiri af þú þrýstir henni upp í góminn. Þetta einfalda trix færir hökuna upp og strekkir á vöðvunum í hálsinum svo hann virðist tónaðri.