Það gerist ekki mikið flottara. Þau eru bæði atvinnudansarar og honum tókst heldur betur að koma kom brúði sinni á óvart með þessu frábæra dansatriði í brúðkaupi þeirra.
En hann naut góðrar aðstoðar vina sinna við dansinn.
Það er yndislegt að sjá hvað brúðurin, sem er ballerína, er spennt og hvað hún skemmtir sér konunglega. Hún er stoltið uppmálað og getur ekki setið á sér.
Ekki annað hægt en að komast í gott skap við þetta. Þetta er lífið krakkar!