Hamingjan er stöðugt rannsóknarefni vísindamanna, sem er svo sem ekkert skrýtið þar sem hún er fólki afar hugleikin og vissulega stór þáttur í lífi hvers og eins.
Deila þremur lykilatriðum í lífinu
Samkvæmt nýlegri rannsókn sem framkvæmd var við Harvard háskólann er það endanlega staðfest að peningar færa okkur ekki hamingjuna. Og kemur það víst fæstum á óvart.
Það sem hins vegar kom í ljós í þessari rannsókn er að það eru þrír þættir sem skipta sköpum þegar kemur að hamingjunni. Þeir sem að rannsókninni standa segjast hafa komist að þeirri niðurstöðu að þeir einstaklingar sem eru sáttastir með líf sitt eigi þessi þrjú lykilatriði sameiginleg.
1. Allt á þetta fólk gott og sterkt samband við sína nánustu, þ.e. fjölskyldu og vini.
2. Þau hafa hafa heilsuna í forgrunni í lífi sínu og hugsa vel um sig.
3. Og öll voru þau sátt með starfsval sitt í lífinu.
Þetta er víst ekkert flóknara en það!
Vantar upp á hjá þér í einhverju af þessu?
Sérfræðingar segja ekkert mál að bæta úr því til að öðlast hamingjuna. Því bara það að gera sér grein fyrir því og vita að maður getur gert betur sé næg hvatning til þess að breyta hlutunum og sjálfum sér.
Enda er hamingjan vinna og hún kemur ekki af sjálfu sér.