Þessi smoothie er frábær eftir ræktina – og svo er hann alveg sérstaklega góður þegar sætindapúkinn lætur á sér kræla.
Hér er hollari og hitaeiningasnauðari útgáfan af súkkulaði og bananashake.
Þetta er einstaklega einfalt að útbúa.
Það sem þarf
1 frosinn banani
1 bolli frosin bláber
1 ½ bolli möndlumjólk
1 matskeið chia-fræ
1 matskeið möndlusmjör
1 matskeið hrátt kakó
Og svona er þetta einfalt
Setjið allt saman í blandara og hrærið á miklum styrk í 1 til 2 mínútur.
Ef ykkur finnst mega vera meira af einu og minna af öðru hikið þá ekki við að laga drykkinn til að ykkar smekk.
Verði ykkur að góðu og njótið!