Í þennan frískandi og góða kokteil er notað fullt af rababara.
En rababari inniheldur mörg góð næringarefni sem eru holl fyrir líkamann. Það mætti kannski segja að þetta væri kokteill í hollari kantinum – eða alla vega hollari en margir.
Uppskriftin miðast við 4 kokteila
Innihald
4 bollar niðurskorinn rababari
½ bolli vatn
½ bolli sykur
4 bollar ísmolar
2/3 bolli gott tekíla
Aðferð
Setjið rababarann í pott og hellið vatninu yfir.
Setjið lokið á og hitið að suðu.
Lækkið hitann og leyfið þessu að malla þar til rababarinn er orðinn mjúkur og safinn lekur úr honum.
Náið sem mestum safa úr rababaranum og kreistið hann til að ná öllum safanum.
Hendið þá rababaranum sjálfum því aðeins safinn er notaður.
Blandið sykrinum saman við heita rababarablönduna og hrærið – þetta verður að sírópi.
Setjið inn í ísskáp og kælið í að minnsta kosti 2 tíma.
Að því loknu má blanda sjálfan kokteilinn
Setjið þá ísmolana í blandara.
Hellið síðan tekíla og rababarasírópinu saman við og hrærið þar til þetta er vel mjúkt.
Hellið að lokum í kæld glös og berið fram.