Í dag þykir grátt hár bara töff og þá ekki einungis hjá eldri konum því þær yngri lita hár sitt grátt.
Stjörnur eins og til dæmis söngkonurnar Rihanna og Lady Gaga hafa báðar skartað síðu gráu hári.
Litatónarnir eru margbreytilegir og það er til grár tónn sem klæðir hvern og einn. Já, gráa hárið þykir smart í dag.
Hvernig væri að leyfa gráu lokkunum að njóta sín?
Með því er hægt að spara töluvert – bæði í tíma og peningum. En konur sem hafa í mörg ár litað hár sitt gætu þó hræðst það að leyfa gráu hárunum að sjást. Þær jafnvel trúa því að með því að hafa silfrað hár þá minnki þær möguleika sína á því að leika sér með hárið og breyta til.
En silfurliturinn býður líka upp á ýmsa möguleika og það þarf alls ekki að klippa hárið stutt þótt það sé orðið grátt. Það er ekkert samasemmerki þar á milli.
Þarf alls ekki að vera leiðinlegt
Silfurlitað og grátt hár þarf alls ekki að vera leiðinlegt eins og sumir halda. Enda hafa þessar ungu konur sem lita hár sitt grátt sýnt fram á að það er sko vel hægt að leika sér með gráu tónana. Það er nefnilega virkilega töff að vera gráhærður!
Hér eru nokkrar glæsilegar konur og flottar greiðslur
Leikkonan Helen Mirren er alltaf glæsileg
Fyrirsætan Kristen McMenamy er flott með sítt silfrað hár
Söngkonan Emmylou Harris leyfir silfurlokkunum að njóta sín og með flottan þvertopp