Vatnsmelónur eru alveg einstaklega hollar og góðar – og auðvitað afskaplega frískandi.
Hér er uppskrift að ofur einföldum og góðum melónusorbet eða krapi eins og það kallast á góðri íslensku.
Svona er þetta einfalt
1. Skerðu vatnsmelónu í bita og raðaðu bitunum á bökunarpappír. Færðu þetta inn í frysti og láttu melónubitana frjósa. Það tekur svona tvo tíma.
2. Þegar melónubitarnir eru orðnir vel frosnir taktu þá einn og einn í einu og settu í blandara eða matvinnsluvél – og maukaðu þá saman þar til blandan verður mjúk að áferð.
3. Taktu þá blönduna og settu hana í álform, bökunarmót eða eitthvað slíkt.
4. Settu mótið inn í frysti og láttu blönduna frjósa. Það ætti að taka svona einn til tvo tíma.
5. Að því loknu er bara að skafa melónusorbet upp í skálar og njóta – þetta er svo frískandi!
jona@kokteill.is