Hér eru tvö frábær ráð fyrir unglegra útlit frá bandarískum lýtalækni.
Það er engin þörf á því að fara undir hnífinn segir hann því þessi ráð svínvirka. Og það eina sem þarf er að labba inn í eldhús og finna hráefnið sem til þarf – því það er allt að finna í eldhússkápunum hjá okkur.
Þrútið augnsvæði
Eitt af því sem angrar konur þegar þær eldast er að augun verða gjarnan þrútnari en áður. Augnlokin verða fyrirferðarmeiri og svæðið undir augunum bólgnara og dekkra. En læknirinn kann náttúrulegt ráð við því.
Það sem þú þarft er kartafla, grænt te og gæðastund
Og þannig gerir þú þetta
Þú ýtbýrð grænt te, setur það í könnu og geymir inni í ísskáp í góða stund.
Tekur síðan meðalstóra kartöflu úr ísskápnum – því það er betra að hún sé köld.
Þú skerð niður tvær þunnar sneiðar, eina fyrir hvort auga.
Og stuttu áður en þú ætlar að eiga þína gæðastund setur þú kartöflurnar ofan í teið og leyfir þeim að liggja í nokkrar mínútur.
Setur síðan kartöflusneiðarnar á augun og lætur þær liggja á augunum í 10 til 15 mínútur.
Þú ættir svo að sjá breytingu á augunum strax að því loknu.
Þetta má svo gera eftir hentugleika.
Kartöflur betri en agúrkur
Margir þekkja að setja agúrkur á augun en samkvæmt lýtalækninum er betra að nota kartöflur því þær innihalda sterkju sem dregur úr bólgum og lýsir upp húðina. Þá er grænt te frábært fyrir augun því það inniheldur bæði koffín og andoxunarefni sem virka vel á þetta svæði.
Þegar við eldumst er afar algengt að það myndist sólarblettir í andlitinu – eða öðru nafni elliblettir og lifrarblettir.
Og þessu snilldarráði lumar læknirinn á við slíkum blettum.
Það sem þú þarft er sítrónusafi, sojamjólk og hunang
1 matskeið sítrónusafi
1 matskeið sojamjólk
1 matskeið hunang
Þú blandar þessu öllu saman.
Síðan berð þú þetta á andlitið með förðunarbursta.
Leyfir því síðan að liggja á húðinni í 25 mínútur.
Að því loknu skolarðu þetta af með volgu vatni.
Gerðu þetta tvisvar til þrisvar í viku – og það tekur svona 6 til 8 vikur þar til þú sérð árangurinn.
Sítrónan og sojamjólkin lýsa upp húðina og vinna á blettunum, og hunangið er svo ljómandi gott fyrir húðina.