Í dag eru bæði til ýmsar vörur og aðferðir til að draga fram það besta í andlitinu.
Þegar húðin og andlitið eldast þarf oft að leggja aðrar áherslur. Í þessu myndbandi má sjá hvað hægt er að gera með förðunarvörum í því að móta, skyggja, lyfta og draga það besta fram. Og sérstök áhersla er lögð á að lyfta andlitinu sem getur verið gott að kunna þegar húðin er farin að síga.
Í sjálfu sér þarf ekki allar þessar vörur en gott er að eiga svona tvo til þrjá liti – og þá alla vega einn dökkan og annan ljósan. Eins má bæði nota þá í púðurformi eða blautara formi. Þegar húðin eldist er samt ekki gott að setja of mikið púður á hana þar sem það bæði dregur fram og ýkir fínar línur.
Þá er bara að prófa sig áfram!