Já, fáðu þér endilega meira kaffi.
Sérfræðingar við Yale háskólann í Bandaríkjunum hafa nefnilega komist að því að kaffi sem inniheldur koffín (sem sagt ekki koffínlaust) geti veitt vörn gegn sortuæxlum. En sortuæxli eru skæðasta tegund húðkrabbameins.
Hér er því komin enn ein ástæða þess að vera ekkert að hætta að drekka kaffi.
Dregur úr skemmdum á húðfrumum
Kaffið, sem er stútfullt af heilsueflandi andoxunarefnum, virðist draga úr UV skemmdum á húðfrumunum – en það eru skemmdirnar sem verða af geislunum. Engu að síður þá þýðir þetta samt ekki að þú getir eingöngu treyst á kaffið því það þarf víst líka að nota venjulega sólarvörn. En þessi auka kaffibolli gæti samt þegar upp er staðið gert þér gott.