Finnst þér þú ekki vera eins gamall eða gömul eins og talan á afmæliskortinu segir?
Í fyrsta lagi þá ertu ekki ein/n um það og í öðru lagi þá ertu greinilega í góðum málum ef þér líður þannig.
Hugarfar mikilvægt
Sérfræðingar sem rannsakað hafa aldur og hvaða áhrifaþættir það eru sem geta hjálpað okkur að lifa lengur hafa komist að því að hugarfar skiptir miklu máli.
Að finnast maður ekki vera jafn gamall og kennitala manns segir getur raunverulega hjálpað til við að lifa lengur. Þetta fullyrða vísindamenn.
Ástæðuna fyrir því telja sérfræðingar að rekji megi til seiglu. Þegar manni finnst maður ekki vera orðinn gamall og líður enn eins og þegar maður var töluvert yngri þykir einmitt sýna mikinn vilja til að lifa lífinu. Og segja sérfræðingar slíkt hugarfar endurspeglast ósjálfrátt í heilbrigðari lífsháttum.
Og alls ekki hugsa að þú sért svo gömul/gamall
Þar hafið þið það.
Verið ung í hjarta, hugsið vel um ykkur, borðið vel og hreyfið ykkur.
Og látið ekki aðra segja ykkur að þið þurfið að haga ykkur eftir aldri. Því hvað er aldur annað en tala á blaði?