Hér er alveg einstaklega einföld og fljótleg uppskrift að Nutella-Brownies, eða brúnkum. Og innihaldsefnin eru aðeins þrjú. Þetta getur varla verið einfaldara.
Það eina sem þarf er
1 ¼ bolla Nutella
2 egg
½ bolla hveiti
Svo er bara að hræra saman, setja í mót og inn í 180 gráðu heitan ofn í 15 mínútur.
Afar einfalt!