Þessi rosalega góði og girnilegi pastaréttur með risarækjum er fljótlegur, þægilegur og léttur í maga.
Og þetta er hinn fullkomni réttur þegar þú vilt gera vel við þig og bragðlaukana – hvort sem það er með fjölskyldunni eða með góðum gestum og ísköldu hvítvíni.
Það sem þarf
½ kíló Linguine pasta – ferskt eða þurrkað
ólífuolía
½ kíló risarækjur
1 bolli hvítvín (helst Chardonnay)
5 matskeiðar smjör
5 matskeiðar niðurrifinn parmesan ostur
1 matskeið kraminn hvítlaukur
2 teskeiðar chiliflögur (eða ferskt chili)
2 matskeiðar söxuð steinselja
1 sítróna – notið bæði börk og safa
salt og pipar
Aðferð
Setjið vatn í pott og saltið. Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum á pakka.
Hitið pönnu með ólífuolíu og steikið rækjurnar í svona hálfa mínútu.
Bætið þá hvítlauknum við, og síðan chiliflögum og smjöri. Leyfið þessu að blandast saman.
Hellið þá hvítvíninu yfir og bætið parmesan ostinum við. Og að lokum sítrónuberki og safa.
Leyfið þessu að malla í 2 til 3 mínútur.
Stráið þá steinseljunni yfir og setjið pastað út á pönnuna. Og blandið öllu vel saman.
Berið fram og njótið.
Sjáðu hér hvernig þetta er gert