Þessir frostpinnar eru einstaklega sumarlegir og svolítið öðruvísi. Það getur verið skemmtilegt að bjóða upp á eitthvað slíkt í garðpartýinu eða sumarafmælinu.
Þrátt fyrir að innihalda áfengi eru þeir líka stútfullir af góðum næringarefnum.
Hér er uppskrift að þessum skrautlegu pinnum
Fyrst er að undirbúa berin og þetta er það sem þarf
3 ½ bolli brómber
2 matskeiðar sykur
2 matskeiðar vatn
30 ml vodka
Síðan er að undirbúa maukið og þetta er það sem þarf
3 bollar ferskur ananas skorinn í bita
1/3 bolli kóríander
1/3 bolli banani (um hálfur banani)
1/3 bolli grísk jógúrt
60 ml vodka
1 matskeið ferskur sítrónusafi (um 1 sítróna)
örlítið sjávarsalt
Aðferð
1. Undirbúðu ísbað
Settu berin, sykurinn og vatnið á pönnu með loki og láttu suðuna koma upp. Taktu lokið af og láttu malla við miðlungshita þar til berin eru orðin mjúk og vökvinn orðin að hálfgerðu sírópi, svona 10 til 12 mínútur. Á meðan þetta mallar skaltu hræra í þessu annað slagið og kremja helminginn af berjunum með trésleif.
Bættu víninu út í og taktu svo pönnuna strax af hitanum.
Settu berjablönduna beint skál, yfir ísbaðið og kældu alveg.
2. Aðferð fyrir íspinna maukið
Settu öll hráefnin í blöndunartæki og stilltu á hæsta kraft. Maukaðu þar til þetta er orðið mjúkt eða í ca 2 mínútur.
3. Settu 2 matskeiðar af maukinu í botninn á formi fyrir frostpinna.
Bættu síðan við 2 matskeiðum af berjablöndunni.
Endurtaktu – og settu 2 matskeiðar af maukinu og aftur 2 matskeiðar af berjunum.
Settu síðan spýtu inn í formið (eða það sem fylgir formunum).
Frystu í 4 til 5 tíma.
4. Áður en þú berð þá fram er mjög gott að stinga hverju og einu formi ofan í heitt vatn í 10 til 15 sekúndur svo frostpinninn renni mjúklega úr forminu.
Uppskrift frá Tasting Table.