Hasselback kartöflur hafa lengi verið vinsælar enda eru þær alltaf stórgóðar sem meðlæti.
En hér eru þær settar í nýjan búning sem spennandi er að prófa og alveg tilvalið núna með grillmatnum.
Hasselback kartöflur í nýrri útgáfu
Það sem þarf
Stórar bökunarkartöflur
Smjör
Salt
Pipar
Ólífuolía
Beikon
Graslauk
Rifinn ost
Sýrðan rjóma
Aðferð
Hreinsið kartöflurnar með vatni.
Skerið sneiðar í þær án þess að skera alla leið niður.
Látið kartöflurnar á bökunarplötu.
Setjið litlar smjörsneiðar hér og þar milli sneiðanna
Kryddið með salti og pipar.
Dreifið ólíufolíu yfir kartöflurnar.
Setjið þær síðan inn í 210 gráðu heitan ofn í 30 mínútur.
Bakið eða steikið beikonið og skerið síðan niður til helminga.
Saxið graslaukinn smátt niður.
Takið kartöflurnar út úr ofninum og setjið beikonið hér og þar milli sneiðanna.
Dreifið vel af ostinum yfir.
Setjið karföflurnar aftur inn í ofn og bakið þar til osturinn er brakandi og gylltur.
Takið þá út úr ofninum og setjið sýrðan rjóma yfir.
Dreifið graslauknum yfir.
Piprið og dreifið örlítilli ólífuolíu yfir.
Sjáðu betur hér í myndbandinu hvernig þetta er gert