Sýnt þykir að mörg gömul húsráð sem við þekkjum svínvirki.
Eitt af þessum gömlu ráðum er að drekka eplaedik og hefur verið talið að það geti læknað allt frá vörtum til flensu.
Margt af því sem talið er að edikið geti haft áhrif á hefur þó ekki verið rannsakað en sumir sérfræðingar telja engu að síður gott að bæta þessum súra vökva inn í fæðuna.
Talið geta hjálpað til við eitt og annað
Margir telja að regluleg neysla eplaediks geti dregið úr liðverkjum, þvagsýrugigt, hjálpað til við þyngdartap og geti haft góð áhrif á sykursýki og blóðsykurinn.
Þá er eplaedikið einnig talið hafa góð áhrif á liðagigt, vöðvakrampa, höfuðverk, meltingartruflanir og súran maga. En edikið er sagt hjálpa til við að koma jafnvægi á sýrustig (pH-gildi) líkamans.
Ekki er þó ráðlegt að neyta of mikils af edikinu og ekki drekka það óblandað. Það fer illa með tennurnar og skemmir glerunginn, og getur auk þess farið illa með vélindað. Blandaðu einni til tveimur matskeiðum af edikinu út í stórt vatnsglas og drekktu með mat einu sinni eða tvisvar á dag.
Blandaðu það við hunang
Þá er líka gott að blanda eplaediki við hunang og virkar það tvennt vel saman. Notaðu hreint og lífrænt eplaedik og hunang.
Settu eina matskeið af eplaediki og eina matskeið af hunangi út í glas af vatni og drekktu einu sinni til tvisvar á dag.