Er það eitthvað sérstakt sem einkennir morgunrútínu þeirra sem eru hamingjusamir og sáttir með lífið?
Já, það er reyndar svo því þessir einstaklingar hafa tileinkað sér ákveðna hluti og venjur.
Hér eru átta atriði sem einkenna morgnana hjá ánægðu og hamingjusömu fólki
1. Nýr dagur – Nýtt upphaf
Þau hefja hvern dag eins og um nýtt upphaf sé að ræða. Því hver nýr dagur ber eitthvað nýtt í skauti sér. Þótt gærdagurinn hafi verið glataður hjá þeim þá er runninn upp nýr dagur ævintýra og velgengni.
Einstaklingar sem láta ekki einn og einn slæman dag eyðileggja allt fyrir sér eru seigir. Og staðreyndin er sú að það þarf seiglu til að eiga hamingjusamt og innihaldsríkt líf.
2. Þakklæti
Þessir einstaklingar vakna þakklátir á hverjum morgni. Að tileinka sér það að vera þakklátur í lífinu er samofið almennri gleði. Hver nýr dagur hefst á kærleika og þessir einstaklingar kunna svo sannarlega að meta líf sitt og alla smáu hlutina sem tilheyra lífinu og gefa því raunverulegt gildi.
3. Einföld morgunrútína
Morgunrútína þeirra er einföld og þau hlaupa ekki í stressi út úr dyrunum á morgnana. Flókin og mikil rútína á morgnana er aðeins til þess fallin að gera allt erfiðara. En morgunrútína þeirra hamingjusömu er einföld vegna þess að þau hafa undirbúið hana kvöldið áður. Þau hafa valið fötin sem þau ætla í, undirbúið morgunmatinn og nestið, græjað kaffikönnuna og allt annað sem hægt er að gera kvöldið áður.
4. Núvitund
Þessir einstaklingar lifa í núinu og taka eftir umhverfi sínu. Sumir fara út og viðra hundinn strax í morgunsárið og aðrir horfa út um gluggann og gefa sér tíma til að anda og fagna því að vera til. Að lifa í núinu gerir þeim kleift að vera hér og nú og upplifa og njóta lífsins til hins fyllsta.
5. Hreyfing í morgunsárið
Þeir reyna að hreyfa sig á morgnana. Þessir einstaklingar leitast við að fá hreyfingu strax í morgunsárið svo þeir þurfi ekki að finna tíma til þess seinna um daginn. Hreyfing er í forgangi hjá þeim og viljastyrkurinn er yfirleitt mestur á morgnana – og það vita þeir.
6. Morgunmaturinn
Þeir sleppa ekki morgunmatnum því í þeirra huga er það mikilvægasta máltíð dagsins. Og auðvitað skipuleggja þeir morgunmatinn kvöldið áður svo það verði ekkert stress.
7. Halda ró
Þessir einstaklingar láta ekkert trufla sig á morgnana. Þess vegna hlusta þeir ekki á fréttir strax í morgunsárið, opna ekki tölvupósta eða lesa sms-skilaboð. Þeir eru ákveðnir í því að halda ró sinni og með þessu eru þeir nær því takmarki.
8. Forgangsraða
Þeir eru alveg með forgangsröðina á hreinu og þar með verkefni hvers dags. Þeir ráðast alltaf á erfiðustu verkefnin fyrst til að koma þeim frá svo þau liggi ekki á þeim og íþyngja þeim. Og þegar þú fækkar því sem íþyngir þér er auðveldara að öðlast hamingjuna.