Þessar heitu og fljótandi litlu súkkulaðikökur eru hrein dásemd. Það er ákveðinn franskur fílingur yfir þessum einstaklingskökum enda er þær að finna á matseðlum franskra veitingahúsa.
Þetta er hinn fullkomni eftirréttur – og svona heitar, mjúkar og blautar súkkulaðikökur eru svo mikið uppáhald.
Það sem þarf
3 egg
170 gr dökkt súkkulaði
110 gr smjör
4 msk sykur
örlítið salt
1 tsk vanilludropar
2 msk hveiti
Auk þess þarf 6 form úr áli eða jafnvel gleri og flórsykur til að dreifa yfir að lokum.
Aðferð
Hitið ofn að 200 gráðum.
Smyrjið sex lítil kökuform.
Stráið örlitlu hveiti í formin (um allt formið).
Bræðið súkkulaðið og smjörið saman yfir vatnsbaði.
Þeytið egg, sykur og salt saman þar til það er orðið þykkt og ljósgult.
Bætið þá vanilludropunum og hveitinu saman við – hrærið saman.
Takið súkkulaðiblönduna og hellið henni rólega og varlega saman við. Hrærið stöðugt í á meðan.
Skiptið nú deiginu jafnt á milli formanna.
Setjið inn í ofn og bakið í 10 mínútur.
Takið þá út úr ofninum og leyfið kökunum að kólna í nokkrar sekúndur.
Losið um kökurnar með hníf, takið þær úr formunum og setjið á lítinn disk.
Dreifið örlitlum flórsykri yfir og berið fram með þeyttum rjóma eða vanilluís og skreytið jafnvel með jarðarberjum.
Jóna Ósk Pétursdóttir