Með hærri aldri áttar maður sig betur á ýmsu í lífinu og lærir að skilja hismið frá kjarnanum.
Hér eru 50 atriði sem ég hef lært á yfir fimmtíu árum og eflaust margir sem geta sagt hið sama.
Auðvitað er þessi listi samt ekki tæmandi – þetta eru bara þau atriði sem skipta meira máli en önnur.
Ég hef lært…
1. Að lífið er gjöf.
2. Að þakka fyrir hvern dag.
3. Að góðir vinir eru ekki sjálfsagðir
4. Að ég mun aldrei geta gert öllum til geðs.
5. Að það mun aldrei öllum líka vel við mig.
6. Að börnin mín eru mitt mesta afrek í lífinu.
7. Að ég er miku stressaðri týpa en ég hélt ég væri.
8. Að ég er mun viðkvæmari en ég hélt ég væri – og ekki eins mikill nagli og ég taldi.
9. Að nokkur kíló til eða frá skipta nákvæmlega engu máli.
10. Að heilsan er eitt það dýrmætasta sem maður á.
11. Að hjónabandið er vinna.
12. Að hamingjan er vinna.
13. Að maður getur valið að vera hamingjusamur.
14. Að jákvæðni skilar alltaf betri niðurstöðu.
15. Að maður eignast vini á öllum æviskeiðum.
16. Að sjálfstraust getur komið manni langt.
17. Að hærri aldur færir manni aukinn þroska og visku.
18. Að það eru forréttindi að fá að eldast.
19. Að lífið er ekki alltaf sanngjarnt.
20. Að allt gerist af ástæðu og að tilviljanir eru sjaldnast til.
21. Að lífið kemur manni sífellt á óvart.
22. Að góðir vinir eru afar dýrmætir.
23. Að fyrirgefa.
24. Að umgangast ekki fólk sem lætur mér líða illa eða gerir lítið úr mér.
25. Að velja vini mína vandlega.
26. Að það er gott að elska.
27. Að það er gott að vera elskaður.
28. Að enginn getur stjórnað hamingju minni nema ég sjálf.
29. Að það er í lagi að segja nei.
30. Að hlusta á aðra og fara eftir ráðleggingum.
31. Að ég er minn versti gagnrýnandi.
32. Að upplifun er dýrmætari en dauðir hlutir.
33. Að lifa lífinu fyrir sjálfa mig en ekki fyrir aðra.
34. Að taka ekkert í lífinu sem sjálfsögðum hlut.
35. Að lífið er fullt af óvæntum uppákomum.
36. Að stundum er allt í lagi að gera ekki neitt – og að það er gott fyrir mann.
37. Að ofurkonan er ekki til og hefur aldrei verið.
38. Að maður veit aldrei hvaða vandamál aðrir eiga við að etja.
39. Að hver hefur sinn djöful að draga.
40. Að grasið er ekki grænna hinum megin.
41. Að systurnar öfund og afbrýðisemi eru eilífar.
42. Að það sem veitir mér hamingju er ekki það sama og veitir öðrum hamingju.
43. Að stundum er gott að vera sammála um að vera ósammála.
44. Að vinskapur breytist og jafnvel líður undir lok.
45. Að stundum þarf maður að gera eitthvað sem mann langar alls ekkert til.
46. Að sumu er ekki ætlað að verða – og að það er líka í fínu lagi.
47. Að það er betra að taka á leiðinlegum og erfiðum málum strax en ekki geyma það.
48. Að góður nætursvefn er ekki sjálfsagður.
49. Að meta hversdaginn.
50. Að vera sátt við sjálfa mig eins og ég er.
Jóna Ósk Pétursdóttir – kokteillinn@gmail.com