Þegar við hefjum sambúð og/eða göngum í hjónaband fylgir enginn bæklingur með leiðbeiningum með.
Og því vitum við raunverulega ekkert hvað við erum að fara út í – og enginn segir okkur svo sem neitt um það við hverju megi búast.
Hvað er eðlilegt og hvað ekki?
Eins yndislegt og það getur verið að deila lífinu með annari manneskju getur það um leið tekið á. Árekstrar geta orðið og parið áttað sig á því að áherslur í lífinu eru ekki endilega þær sömu eða þá að sambandið stendur ekki undir væntingum.
Þegar við vitum ekki alveg hvað er eðlilegt í samböndum og hvað ekki er ekkert óeðlilegt að draga þá ákvörðun að eitthvað hljóti að vera að. Og þá endar sambandið oft með skilnaði.
Hér eru nokkur atriði sem enginn segir manni um hjónabandið
1. Þetta er vinna
Að vera ástfanginn endist ekki endilega að eilífu. Þú getur vel elskað maka þinn en ert kannski ekki stöðugt ástfangin/n af honum – alla vega ekki eins og í fyrstu. En þetta er líka vinna og þið getið dottið í og úr í því að vera ástfangin. Þetta þýðir ekki að sambandið sé vonlaust því slíkt er alveg eðlilegt.
Aðalmálið er að þið vitið að þið elskið hvort annað.
2. Ástin
Ástin vex með tímanum. Mörg okkar héldu kannski að ástin myndi frekar dafna en aukast því lengur sem sambandið varir. En þótt þið séuð ekki stöðugt ástfangin þá getur ástin samt haldið áfram að vaxa og breytast. Eftir langa sambúð verður ástin öðruvísi og oft innilegri.
3. Hinn helmingurinn
Ekki ætlast til þess að hjónabandið fullkomni þig. Þetta með að finna hinn helminginn af sjálfum sér er mýta. Í öllum samböndum eru tveir einstaklingar (ekki einn) sem bera ábyrgð á eigin hamingju – einn plús einn gerir ekki einn.
Saman geta þessir einstaklingar myndað frábæra heild en hvor um sig ber ábyrgð á eigin hamingju. Makinn ber ekki ábyrgð á þinni hamingju.
4. Stundum aðlaðandi og stundum ekki
Þið laðist ekki stöðugt að hvort öðru. Og þótt sumir segi að svo sé þá er það örugglega ekki rétt. Þú sérð makann í ólíku ljósi á hverjum degi og við ýmsar aðstæður – stundum finnst þér hann/hún aðlaðandi og stundum ekki. Þetta er alveg eðlilegt og ekkert til að skammast sín fyrir.
Mundu að öllu máli skiptir að þú elskir makann.
5. Pirringur
Það koma líka tímar sem þú lætur makann fara í taugarnar á þér. Eitthvað sem þér fannst aðlaðandi í byrjun getur farið í taugarnar á þér til lengri tíma litið. Þú gætir látið brandarana fara í taugarnar á þér eða hvernig hann/hún borðar og þar fram eftir götunum.
Svo getur líka vel verið að eitthvað pirri þig einn daginn en svo þann næsta finnst þér þetta nákvæmlega sama óskaplega skemmtilegt og aðlaðandi. Þetta er líka alveg eðlilegt þegar fólk er búið að vera lengi saman. Bara að pirringurinn verði ekki of mikill og ekki of oft.
6. Afar krefjandi
Hjónabandið kemur ekki með stimpli sem segir ,,hamingjusöm um aldur og ævi“. Þvert á móti þá er þetta eitt af mest krefjandi verkefnum lífsins. En líka eitt af mest gefandi verkefnunum.
Það er ákveðið þroskaferli að deila lífinu með öðrum einstaklingi.
7. Og börnin
Barnauppeldi tekur á í sambandinu. Það er erfitt og krefjandi að vera með lítil börn og sambandið situr oft á hakanum. Þetta vitum við núna en það mætti alveg útskýra það fyrir ungu fólki að það skiptir miklu máli að gefa hvort öðru tíma í öllu amstrinu og leyfa sér að vera bara tvö.
8. Vel skal vanda það sem lengi skal standa
Það hefur enginn nokkurn tímann lofað því að hjónabandið væri auðvelt – en flestir ganga líklega í hjónaband eða fara í sambúð án þess að velta því mikið fyrir sér.
Hjónabandið er vinna og ef vel er að því staðið og að því hlúð getur það verið eitt af því besta sem við gerum í lífinu. Þótt það sé kannski ekki alveg eins og sagt er í ævintýrunum; og þau lifðu hamingjusöm upp frá því!