Í maí er kokteill mánaðarins hér á Kokteil hinn klassíski Old fashioned.
Þetta er drykkurinn hans Don Draper úr Mad Men þáttunum. En þessir marg verðlaunuðu þættir eru einmitt nokkuð „old fashioned“. Þá hefur stíll og útlit leikaranna haft mikil áhrif á tískuna undanfarin ár.
Það sem þarf:
1 sykurmoli eða ½ tsk. Sykur
3 skvettur af Angustora Bitters
2 cl. rúgviskí
Gott tonic – club soda
Gamaldags glas
Aðferð:
Setjið sykurmolann (eða sykurinn) í glasið. Bleytið upp í honum með Angustora skvettunum og aðeins af club soda. Kremjið sykurinn með skeið.
Hallið og rúllið glasinu þannig að sykurinn leiki um glasið og skilji eftir rák.
Setjið stóra klaka út í og hellið að lokum viskí út í glasið – þessi er klassík.
Berið fram með kokteilpinna ef vill.