Við getum öll verið sammála um að það er frábært að fá að eldast.
En hærri aldri getur líka fylgt viss fortíðarþrá – og oft finnst manni það sem áður var betra en það sem er í dag.
Hverju tímabili í lífi okkar fylgja ákveðnar áherslur, hlutir og ýmislegt annað og því gaman að rifja upp það sem áður var.
Hér er listi yfir eitt og annað sem eflaust margir kannast við!
Þú getur verið viss um að þú sért orðin/n miðaldra ef …
… þig dreymdi um að eiga stórt svona tæki þegar þú varst unglingur
… og þegar þú eignaðist það fórstu með það út um allt
… sem þýðir að þú áttir nokkrar svona
… og svo var enginn maður með mönnum nema eiga líka Walkman
… þú varðst alltaf að eiga flasskubba
… og fara með þessar í framköllun hjá Hans Petersen
… spriklaðir í eróbikki
… notaðir legghlífar á morgnana, daginn og á kvöldin
… og áttir grifflur í nokkrum litum
… settir ennisband á þig til að vera töff
… varst alltaf í rauðri eða blárri Millet úlpu
… fannst gospillur æðislegar
… sást bara stillimyndina í sjónvarpinu á fimmtudögum
… en misstir svo ekki af Húsinu á sléttunni á sunnudögum
… fannst E.T. mesta krútt í heimi
… sást Grease að minnsta kosti fimm sinnum í bíó
… fórst í Hjólaskautahöllina á Smiðjuvegi og rúllaðir þér hring eftir hring
… sást fyrsta farsímann