Við hér á Kokteil erum alltaf að leita að góðum hugmyndum sem eru líka vel framkvæmanlegar.
Í myndbandinu hér að neðan má sjá bráðsniðuga og einfalda leið til að gera krullur í hárið. Og það sem meira er að þetta virðist virka – auk þess sem það er líka kostur að heitt járnið fer ekki beint á hárið.
Það eina sem þú þarft er álpappír og sléttujárn – og hvoru tveggja er til á mörgum, ef ekki flestum, heimilum.
Þá er bara að prófa sig áfram.