Allir herramenn ættu að vita hvernig á að klæða sig. Sumt er einfaldlega ekki ásættanlegt viljir þú vera fínn og flottur í tauinu.
Það er ekki er nóg að henda sér bara í einhver jakkaföt og halda að málið sé dautt.
Óskrifaðar reglur
Það er eitt og annað sem hafa þarf í huga svo þetta smelli allt saman og heildarútkoman verði eins og best verður á kosið.
Hér að neðan eru nokkrar óskrifaðar reglur sem geta gert gæfumuninn í því hvort þú lítir ágætlega út eða óaðfinnanlega.
Og hver vill ekki vera óaðfinnanlegur til fara?
Það er ótrúlegt hvað ýmis smáatriði geta breytt miklu við heildarmyndina
Þegar fjárfest er í nýjum jakkafötum eða jakka ætti ætíð að gæta þess að að jakkinn passi vel yfir axlirnar.
Jakkinn vinstra megin passar en sá hægra megin er of stór og gúlpir á erminni og upp við öxl.
Breidd jakkaboðungsins ætti að vera í samræmi við breidd bindis.
Það er nútímalegt og smart að hafa tvær klaufar að aftan.
Jakki með tveimur tölum er betri kostur fyrir formlegt útlit.
En jakki með einni tölu er hins vegar betri kostur fyrir óformlegt útlit.
Jakkinn ætti að vera nógu síður til að hylja bæði rass og rennilás á buxum.
Það kemur langbest út að velja skyrtu sem er ljósari á litinn en bindið.
Og áður en sest er ætti alltaf að hneppa jakkanum frá, annars krumpast og rykkist jakkinn allur og þú lítur illa út.
Ef þú ert í vesti ættirðu alltaf að hafa neðstu töluna óhneppta – það er svo miklu klæðilegra.