Margt af því sem við trúum að sé satt og rétt er það víst ekki þegar upp er staðið.
Það er eitt og annað sem haldið hefur verið fram í tugi og jafnvel hundruði ára sem á ekki við rök að styðjast.
Af hverju stingur til dæmis strúturinn höfðinu í sandinn?
Sést Kínamúrinn frá geimnum?
Hata naut rauða litinn?
Og hugsa karlmenn um kynlíf á sex sekúndna fresti?
Þetta er áhugavert – Sautján atriði sem eru víst byggð á misskilningi
1. Maður fær bólur af því að borða mikið súkkulaði.
Það er engin haldbær sönnun fyrir því að maður fái bólur af því að borða mikið súkkulaði.
2. Að taka fuglsunga upp og halda á honum mun láta móður hans afneita honum.
Þetta er víst ekki rétt því flestir fuglar hafa lélegt lyktarskyn og munu því ekki finna mannalyktina af unganum sínum.
3. Gullfiskur man ekki meira en þrjár sekúndur.
Þaðan kemur orðatiltækið að hafa gullfiskaminni – en málið er að gullfiskar hafa raunverulega gott minni miðað við fiska. Það er hægt að þjálfa þá til að bregðast við ákveðnum litum og ólíkri tónlist.
4. Tómatar eru grænmeti.
Nei, tómatar eru ávöxtur.
5. Kamelljón skipta um lit til að aðlagast umhverfinu.
Það rétta er að litaskipting kamelljóna er svörun líkamans við hitastigi, skapi, samskiptum og ljósi.
6. Kínamúrinn sést frá geimnum.
Búið er að staðfesta það að hann sést ekki frá tunglinu. Það eina sem sést er hvítt og blátt yfirborð jarðar.
7. Karlmenn hugsa um kynlíf á sex sekúndna fresti.
Þótt sumir karlmenn geri það kannski þá er ekkert sem styður eða sýnir fram á að þetta sé rétt.
8. Eitt mannsár er sem sjö hundaár.
Þótt þetta geti átt við í sumum tilfellum þá á þetta ekki við alla hunda þar sem þetta veltur að miklu leyti á stærð og tegund hundsins.
9. Að gefa börnum sykur gerir þau kolvitlaus og hálf ofvirk.
Þótt sumir sérfræðingar standi með þessari fullyrðingu segja aðrir sérfræðingar að flestar rannsóknir bendi ekki til þess að sykur hafi þessi áhrif á börn.
10. C-vítamín læknar kvef.
Flestir sérfræðingar fullyrða að það sé ekkert sem styðji við það að vítamínið geti læknað kvef. En hins vegar getur það hjálpað til við að styrkja ónæmiskerfið og myndað þannig betri vörn gegn vírusum og flensu.
11. Manneskjan notar ekki nema tíu prósent heilans.
Taugasérfræðingar telja þessa mýtu ranga og fullyrða að við notum nánast alla hluta heilans.
12. Naut verða æf yfir rauðum lit.
Það er víst staðreynd að naut sjá aðeins gula og bláa liti. Ástæða fyrir því að þau bregðast svona illa við rauðu skikkjunni eru hreyfingarnar og hvernig skikkjan sveiflast.
13. Að raka hárin á fótunum lætur þau vaxa hraðar aftur.
Þegar líkamshár eru rökuð vaxa þau ekkert hraðar, þykkari eða öðruvísi á litinn aftur. Eina sem gerist er að það myndast grófir hárstubbar þar til hárið vex aftur eins.
14. Spádómskökur eru gömul kínversk hefð.
Það rétta er að spádómskökur voru upphaflega japönsk-amerísk uppfinning.
15. Strútar grafa hausinn í sandinn þegar þeir verða hræddir.
Þetta athæfi þeirra hefur víst ekkert með hræðslu að gera. Strútarnir kyngja sandi og litlum steinum í þeim tilgangi að snúa og koma hreyfingu á matinn í maganum. Þess vegna beygja þeir sig niður og grafa hausinn í sandinn til að ná litlu steinunum.
16. Húsaflugur lifa aðeins í 24 tíma.
Hið rétta er að fullorðin húsafluga getur lifað allt upp í einn mánuð úti í náttúrunni.
17. Forboðni ávöxturinn hjá Adam og Evu var epli.
Í Biblíunni kemur hvergi fram að ávöxturinn hafi verið epli.