Við höfum lengi talað fyrir því að maður er aldrei, nei ALDREI, of gamall til að láta drauma sína rætast. Þess vegna höfum við alltaf einstaklega gaman af því þegar við sjáum dæmi þess að fólk lætur vaða og eltir drauma sína án þess að hugsa um aldurinn.
Til að heiðra minningu látinnar eiginkonu
Hæfileikaþátturinn Britain´s Got Talent er fullkomið tækifæri fyrir fólk á öllum aldri til þess að koma sér á framfæri. En þegar hinn 89 ára gamli Colin Thackery mætti í prufur fyrir nýjustu þáttaröðina til þess að heiðra minningu látinnar eiginkonu sinnar hvarflaði það líklega ekki að honum að hann myndi standa uppi sem sigurvegari keppninnnar.
Sigurvegari
En sú varð raunin! Colin vann hug og hjörtu bresku þjóðarinnar – og skyldi engan undra, hann er algjörlega dásamlegur. Og í kjölfarið gerði hann svo stóran plötusamning.
Colin hefur sungið frá því hann var 8 ára gamall en það er núna fyrst, rúmum 80 árum seinna, sem við fáum að njóta hæfileika hans. Það er nefnilega aldrei of seint.
Þetta finnst okkur alveg dásamlegt.
Í myndbandinu hér að ofan má sjá atriðin þrjú sem færðu honum sigurinn.