Bjarni Ara hefur gjarnan verið kallaður Elvis okkar Íslendinga en hann hefur sungið mikið af tónlist kóngsins á sínum 30 ára ferli.
Fyrir nokkrum árum gerði Bjarni plötu með gospel lögunum sem Elvis söng á sínum tíma. Platan fékk frábærar móttökur og húsfyllir var á útgáfutónleikum í Guðríðarkirkju þá.
Tónleikar fimmtudaginn 18. júlí
Nú ætlar Bjarni að gleðja okkur aðdáendur sína með nýjum tónleikum, með þessari mögnuðu tónlist, í Guðríðarkirkju þann 18. júlí. Þar fá lög eing og In the ghetto, Bridge over troubled water, How great thou art, If I can dream, Swing down sweet chariot, Amazing grace, You´ll never walk alone og fleiri frábær lög að hljóma.
Einstök kvöldstund í Guðríðarkirkju þegar Bjarni Ara syngur Elvis Gospel við undirleik frábærrar hljómsveitar undir stjórn Þóris Úlfarssonar.
Þar sem við hér á Kokteil erum miklir aðdáendur langar okkur að bjóða tveimur heppnum á tónleikana.
Það sem þú þarft að gera til að vera með í pottinum
Líkaðu við myndina/leikinn – og taggaðu þann sem vilt bjóða með þér.
Deildu síðan leiknum á veginn þinn
Mjög gott er að hafa deilinguna stillta á public/allir svo við sjáum að þú hafir deilt.
Við drögum einn heppinn út sunnudaginn 14. júlí , en sá hinn sami hlýtur að launum miða fyrir tvo.
Endilega vertu með – þú gætir dottið í lukkupottinn!!