Þegar við eldumst áttum við okkur sífellt betur á lífinu og hvernig við viljum lifa því.
En það er samt alltaf jafn gott að fá smá áminningu um hvernig við getum gert líf okkar enn betra – það eru nefnilega oft þessir litlu hlutir sem geta gjörsamlega gert gæfumuninn.
Hér eru 34 atriði sem eru fín lífslexía fyrir okkur allar
1. Lífið er ekki alltaf sanngjarnt – en það er samt gott.
2. Ef þú ert í vafa farðu þér þá hægt.
3. Lífið er of stutt – svo njóttu þess að vera til.
4. Það er ekki starf þitt sem mun hugsa um þig ef þú veikist – en það mun hins vegar fjölskylda þín og vinir gera.
5. Þú þarft ekki að hafa betur í öllum deilum – vertu trú sjálfri þér.
6. Gráttu með einhverjum – það er svo miklu meira græðandi en að gráta ein.
7. Þegar kemur að súkkulaði… já þá er alveg tilgangslaust að streitast á móti.
8. Sættu þig við fortíðina svo hún skemmi ekki nútíðina.
9. Það er alveg í lagi að láta börnin þín sjá þig gráta.
10. Ekki bera líf þitt saman við líf annarra – þú veist ekkert á hvaða vegferð aðrir eru.
11. Ef að samband þarf að vera leyndarmál þá ættirðu ekki að vera í því sambandi.
12. Dragðu djúpt andann – það róar hugann.
13. Losaðu þig við óþarfa dót og drasl. Ringulreið og óregla dregur þig niður á margan hátt.
14. Það sem ekki drepur þig gerir þig að mörgu leyti sterkari.
15. Það er aldrei of seint að vera hamingjusamur – en það er undir þér sjálfri komið og engum öðrum.
16. Þegar þú eltir það sem þú elskar og vilt gera í lífinu skaltu aldrei taka nei sem svar.
17. Kveiktu á fínu kertunum, notaðu spari rúmfötin og fínu glösin – ekki geyma þetta fyrir sérstök tilefni. Dagurinn í dag er nefnilega sérstakur.
18. Skipuleggðu og skipuleggðu – og fylgdu svo straumnum.
19. Vertu djörf og sérvitur núna – ekki geyma það þar til þú verður gömul að klæðast litum.
20. Það er alltaf betra að fyrirgefa… en þú þarft hins vegar ekki að gleyma.
21. Veldu lífið… alltaf!
22. Hvað öðrum finnst um þig er bara ekki þitt mál.
23. Tíminn læknar næstum allt – svo gefðu tímanum tíma.
24. Ekki taka sjálfa þig of alvarlega… það gerir það hvort eð er enginn annar.
25. Trúðu á kraftaverkin.
26. Ekki endurskoða allt líf þitt. Mættu og vertu hér og nú og gerðu það besta úr hlutunum.
27. Að verða gamall er svo sannarlega betri en hinn valkosturinn… að deyja ungur.
28. Það sem raunverulega skiptir máli að leikslokum er að þú hafir elskað og verið elskuð.
29. Farðu út á hverjum degi – því ævintýrin og kraftaverkin bíða á hverju götuhorni.
30. Öfund er tímasóun. Vertu þakklát fyrir það sem þú hefur í stað þess að einblína á hvað þú hefur ekki.
31. Ef við myndum öll henda vandamálum okkar í eina stóra hrúgu og sæjum vandamál annarra… þá myndum við eflaust grípa okkar eigin strax tilbaka.
32. Sama hvernig þér líður, farðu á lappir, klæddu þig og mættu á staðinn.
33. Lífið kemur ekki alltaf í gjafapakkningu og með stórri slaufu – en það er samt gjöf.
34. Hugsaðu alltaf að það besta sé enn ekki komið…