Billy bókaskápurinn frá Ikea er til margra hluta nytsamlegur.
Þetta er ein af þessum sígildu vörum sem aldrei fara úr tísku og er notagildið margbúið að sanna sig.
Möguleikarnir eru endalausir og um að gera að leyfa hugmyndafluginu að njóta sín.
Hér eru nokkrar skemmtilegar útfærslur á því hvernig nota má Billy
Sem niðurhólfaður skóskápur þar sem vel fer um hvert skópar.
Hér er nokkrum skápum raðað saman, þar á meðal hornskáp, og síðan skópörum raðað í skápana.
Enn ein útfærslan af skóhirslu.
Og hér er búið að setja hurðir á Billy og hann notaður undir skó, töskur og klúta.
Hér er Billy notaður inni í fataherbergi, sem kemur mjög vel út.
Með veggfóðruðu baki sem stofuhilla.
Og sem bókahilla með rennanlegum stiga.
Litríkur í barnaherbergið. Hér er búið að mála skápinn í líflegum lit.