Þessi kröftugi hópur kvenna snerti strengi áhorfenda og allra þeirra sem heima sátu og horfðu á þær þegar þær mættu nýlega í prufur í hæfileikaþáttinn Ireland´s Got Talent. Írskir fjölmiðlar segja að það hafi ekki verið þurrt auga á öllu Írlandi eftir flutning þeirra.
Þessar konur eru alveg magnaðar, helmingur þeirra hefur barist við krabbamein og eru sumar þeirra enn að berjast – og hinn helmingurinn hefur misst einhvern úr krabbameini eða átt við erfiðleika að stríða.
Þótt kórinn hafi aðsetur í Dublin eru konurnar héðan og þaðan frá Írlandi og eiga það einnig sameiginlegt að hafa komist í Heimsmetabók Guinness. En sú sem er forsprakki kórsins stóð fyrir stærsta nektarsundi á Írlandi þegar 2504 konur söfnuðust saman á ströndinni og skelltu sér í sjóinn.
Kórinn ber heitið Sea of Change sem mætti útleggja sem Hafsjór breytinga, en allar hafa konurnar gengið í gegnum breytingar.