Er stressið að plaga þig?
Er oft erfitt að sofna á kvöldin vegna streitu?
Og fær líkami þinn ekki þá hvíld og þann svefn sem hann þarfnast?
Hljómar kunnuglega?
Ef þetta hljómar kunnuglega þá ættirðu virkilega að skoða þessa öndunartækni – því þetta trix getur svo sannarlega hjálpað þér.
Þessi öndunaræfing er kölluð 4 – 7 – 8 tæknin og Dr. Andrew Weil kallar þetta náttúrulegt róandi lyf fyrir taugakerfið. En hver rannsóknin á fætur annarri bendir til þess að hugleiðsla geti lækkað streitustuðulinn – og þessi einfalda æfing getur hjálpað þér að ná svipuðum áhrifum og af reglulegri hugleiðslu.
Gerðu þetta daglega
Dr. Weil mælir með að þessi æfing sé gerð daglega, en ekki bara stundum – og tvisvar á dag. Hann sjálfur segist gera þetta á morgnana þegar hann fer á fætur og síðan aftur fyrir svefninn. Þú getur hugsað þetta eins og hverja aðra æfingu sem líkami og hugur þinn þarfnast.
Auk þess að gera þessa æfingu fyrir svefninn þá mælir Dr. Weil með því að nota hana hvenær sem er við streituvaldandi aðstæður eins og til dæmis þegar þú lendir í deilum, ert kvíðin/n eða getur ekki haldið aftur af sælgætis- og nikótínpúkanum. Þessi æfing róar þig niður!
Og þannig er þetta gert
1. Láttu tungubroddinn hvíla uppi í gómnum alveg fremst við framtennurnar. Og haltu því þannig allan tímann.
2. Andaðu djúpt út í gegnum munninn og hleyptu hljóði með.
3. Lokaðu munninum og andaðu rólega gegnum nefið og teldu upp að fjórum.
4. Haltu andanum og teldu upp að sjö.
5. Andaðu þá alveg út í gegnum munninn, hleyptu hljóði með og teldu upp að átta.
Þá er kominn einn öndunarhringur.
Endurtaktu þennan hring síðan í þrjú skipti til viðbótar.
Og með meiri æfingu
Eftir að þú hefur gert æfinguna í cirka mánuð og þér líður vel með þetta má mæa bæta hringjum við en þó alls ekki fara upp í fleiri en átta öndunarhringi í hvert skipti.
Dr. Weil segir að eftir fjórar til sex vikur munir þú sjá breytingu á líkama þínum, t.d. eins og hægari hjartslátt, lægri blóðþrýsting og betri meltingu.
Sjáðu Dr. Weil fara í gegnum þetta hér í myndbandinu